Minni hagnaður flugfélaga vegna olíuverðs

Reuters

Hátt olíuverð lækkar heildarhagnað flugvélaga í heiminum um helming. Þetta er mat Alþjóðasamtaka flugfélaga (IATA). Hagnaður flugfélaga var 16 milljarðar dollara á síðasta ári, en nú er spáð að hagnaðurinn verði 8,6 milljarðar dollara. Þetta er samdráttur um 46%.

Meginástæðan fyrir minni hagnaði er hátt olíuverð sem hefur ekki verið hærra í tvö og hálft ár. Þrátt fyrir hátt olíuverð spáir IATA að farþegum fjölgi á þessu ári. Spáð er að fjölgunin verði 5,6% á þessu ári, en vöxturinn var 5,4% í fyrra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK