„Stjórnvöld draga lappirnar í rannsókn á sparisjóðunum“

Merki útibús Spron á Seltjarnarnesi tekið niður í kjölfar þess …
Merki útibús Spron á Seltjarnarnesi tekið niður í kjölfar þess að sjóðurinn hvarf af sjónarsviðinu. mbl.is/Ómar

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að ríkisstjórnin hafi dregið lappirnar í rannsókn á falli sparisjóðanna og endurfjármögnun þeirra og skýlt sig á bak við vinnu Alþingis að nýju almennu frumvarpi um rannsóknarnefndir.

Eygló hefur nú ásamt þrem öðrum stjórnarandstöðuþingmönnum lagt fram frumvarp um rannsókn á starfsemi sparisjóðanna og þeirra þátta sem leiddu til gjaldþrots Sparisjóðs Mýrasýslu, SPRON og Byrs og ákvörðunar ríkisvaldsins um að endurfjármagna Sparisjóðinn í Keflavík, Sparisjóð Bolungarvíkur, Sparisjóð Svarfdæla, Sparisjóð Vestmannaeyja og Sparisjóð Þórshafnar.

Að sögn Eyglóar felur frumvarpið ekki í sér nein mörk á því til hvaða tímabils rannsóknin eigi að taka heldur sé um að ræða frumvarp sem kveði á um heildstæða skoðun á starfsemi sjóðanna sem leiddi til falls sumra þeirra og svo á þeim ákvörðunum sem voru teknar í tengslum við endurfjármögnun þeirra.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK