Vörur voru fluttar út fyrir 42,3 milljarða króna í janúar og inn fyrir 34,5 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Vöruskiptin í janúar, reiknuð á fob verðmæti, voru því hagstæð um tæpa 7,8 milljarða króna.
Þetta er í samræmi við báðabirgðatölur, sem birtar voru í febrúar en samkvæmt þeim var afgangurinn lítillega meiri eða 8,5 milljarðar króna.
Verðmæti vöruútflutnings var 21,8% meira en í janúar 2010 og verðmæti vöruinnflutnings var 17% meira á föstu gengi frá sama tíma. Í janúar 2010 voru vöruskiptin hagstæð um 5,2 milljarða króna á sama gengi.