King: Nauðsynlegt að gera umbætur á bankakerfinu

Mervyn King.
Mervyn King. Reuters

Mervyn King, bankastjóri Englandsbanka, segir að það geti leitt til annarrar fjármálakreppu takist mönnum ekki að gera umbætur á bankakerfinu.

King segir í samtali við Daily Telegraph að bankar einblíni á skammtímahagnað og það sé á kostnað viðskiptavina bankanna.

Þá setur King spurningarmerki við þá kröfu bankanna að greiða starfsmönnum sínum kaupauka.

Hann segir að undanfarna tvo áratugi hafi of margir í fjármálageiranum talið að það væri í góðu lagi að hafa fé af trúgjörnum eða grunlausum viðskiptavinum.

Fréttaskýrandi breska ríkisútvarpsins segir að ummæli Kings veki athygli í ljósi þess að Englandsbanki muni brátt hafa yfirumsjón með öllu fjármálaeftirliti í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK