Krónan kallar á breytilega húsnæðisvexti

Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Illugi Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Golli

Gylfi Zoega, pró­fess­or í hag­fræði, seg­ir að ef Íslend­ing­ar ætli að halda í krón­una og reka hér sjálf­stæða pen­inga­mála­stefnu þá verði þeir að taka upp breyti­lega vexti á hús­næðislán­um. Nauðsyn­legt sé að vext­ir Seðlabank­ans bíti, en það hafi þeir ekki gert fyr­ir hrun.

Gylfi sagði þetta á fundi sem Sjálf­stæðir Evr­ópu­menn stóðu fyr­ir um gjald­miðils- og pen­inga­mál í Há­skól­an­um í Reykja­vík. Yf­ir­skrift fund­ar­ins var Krón­an, bjarg­vætt­ur eða böl­vald­ur?

Gylfi sagði vissu­lega rétt að ein­stak­ling­ar hefðu  fyr­ir hrun tekið áhættu og hagað sér með ábyrgðarlaus­um hætti, en kerfið hefði hins veg­ar verið brot­hætt. Banka­kerfið hefði farið á hliðina og því aug­ljóst að stjórn pen­inga­mála hefði brugðist.

Gylfi  sagði að menn gætu verið hér áfram með krónu, en það kostaði fjár­muni. Menn þyrftu að skoða hvað kostnaður­inn væri mik­ill og hversu háan kostnað menn sættu sig við af sjálf­stæðri mynt.

Kerf­isáhætta

Gylfi og Ill­ugi Gunn­ars­son, alþing­ismaður, voru sam­mála um að kerf­isáhætta hefði fylgt því kerfi sem Íslend­ing­ar bjuggu við, þ.e. frjálst flæði fjár­magns þar sem Seðlabank­inn lagði áherslu á verðbólgu­mark­mið. 

„Ég er al­ger­lega sann­færður um að ef við ætl­um að nota ís­lenska krónu þá get­um við aldrei farið í það að hækka vexti eins mikið og við gerðum. Dag­ar sjálf­stæðrar pen­inga­stefnu á grund­velli krónu eru liðnir. Það verður ekki hægt að gera þetta þannig að við séum með verðbólgu­mark­mið eins og við vor­um með og frjálst flæði á fjár­magni og að við fær­um vaxta­stigið eins og okk­ur hent­ar,“ sagði Ill­ugi,

Hann sagðist ekki þar með vera að segja að við gæt­um ekki notað krónu til framtíðar. Við yrðum hins veg­ar að halda mun bet­ur utan um op­in­ber fjár­mál. Stjórn­málmenn hefðu haft til­hneig­ingu til að líta á verðbólg­una sem vanda­mál Seðlabanka sem kæmi ríki og sveit­ar­fé­lög­um ekki við. Ill­ugi sagðist velta fyr­ir sér hvort ekki þyrfti að taka upp fasta fjár­mála­reglu, en benti um leið á að Alþingi væri án efa ekki til­búið til að láta frá sér fjár­veit­ing­ar­valdið.

Ill­ugi lýsti efa­semd­um um að Íslend­ing­ar gætu al­ger­lega losnað við höft eða tak­mörk á fjár­magns­flutn­inga ef það ætti að halda halda í krón­una. Hann velti t.d. fyr­ir sér hvort ætti að leggja skatta á fjar­magns­flutn­inga. Vaxta­breyt­ing­ar gætu valdið því að það yrðu það mikl­ir til­flutn­ing­ar á fjár­magni og að Íslend­ing­ar réðum ekki við neitt. „Þetta er kostnaður sem myndi fylgja krón­unni og hann er um­tals­verður.“

Vext­ir slái á eft­ir­spurn

Gylfi sagði að reynsl­an af þeirri pen­inga­stefnu sem fylgt hefði verið væri ekki góð. Ef Íslend­ing­ar ætluðu að halda áfram að nota krónu yrðu þeir að búa svo um hnút­ana að hægt verði að bregðast við þenslu í hag­kerf­inu og þar skipti mestu máli að vext­ir slægju á eft­ir­spurn. Fyr­ir hrun hefði kerfið verið þannig að Seðlabank­inn hækkaði og hækkaði vexti en fólk og fyr­ir­tæki hefðu leitað eft­ir því að taka lán í ann­arri mynt til að forðast þessa vexti. Kerfið hefði þannig búið til áhættu.

Gylfi sagði að háir vext­ir Seðlabank­ans hefðu held­ur ekki slegið á þenslu vegna þess að all­ar hús­næðis­skuld­ir þjóðar­inn­ar væru með fasta vexti. Þetta væri sér­kenni­legt í ljósi þess að vaxta­hækk­un­in hefði komið til vegna eigna­bólu. Þess vegna þyrftu vext­ir að vera breyti­leg­ir á hús­næðis­skuld­um svo að þeir hefðu raun­veru­leg áhrif og þá þyrfti held­ur ekki að hækka þá jafn­mikið og Seðlabank­inn gerði fyr­ir hrun.

Gylfi sagði að einnig þyrfti að banna sveit­ar­fé­lög­um að taka er­lend lán þar sem tekj­ur þeirra væru í krón­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK