Ótrúlegar fréttir af launum

Forsvarsmenn bankanna munu koma á fund viðskiptanefndar Alþingis í fyrramálið til að svara spurningum um afkomuna. Er það að ósk þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Segir Guðlaugur Þór Þórðarson, einn þeirra, að fréttir af hagnaði bankanna og launum bankastjóra veki furðu.

„Það hafa komið fram ábendingar um að hagnaður bankanna sé tilkominn vegna þess að lánasöfn þeirra hafi verið endurreiknuð, sem þýðir að það sé verið að afskrifa minna af lánum heimila og fyrirtækja en lagt var upp með. Það er sannarlega ekki svo að atvinnulífið sé á fleygiferð, atvinnustig hátt og hagvöxtur mikill," sagði Guðlaugur Þór.

Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 29,4 milljörðum króna og hagnaður Arion banka nam 12,6 milljörðum króna á síðasta ári. Þá kom fram í ársreikningum bankanna að laun bankastjóranna hafa hækkað töluvert milli ára og nema laun bankastjóra Arion banka á fimmtu milljón á mánuði.

„Fréttir af þessum launum bankastjóra eru ótrúlegar í ljósi aðstæðna," sagði Guðlaugur Þór.  „Eða höfum við misst af einhverju?"

Hann sagði að fróðlegt væri að vita hvernig fulltrúar Bankasýslunnar hefði greitt  atkvæði í bankaráðum bankanna þegar þegar tekin var ákvörun um launahækkun bankastjóranna. „Af hverju er verið að umbuna bankastjórunum með þessum hætti?" spurði Guðlaugur Þór.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK