Sýnir hvað gjaldeyrishöftin eru skaðleg

Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund
Peningaseðlar Íslenskir Dollarar og Bresk pund

Greining Íslandsbanka segir, að sú ákvörðun aðalfundar stoðtækjafyrirtækisins Össurar, að skrá fyrirtæki úr Kauphöll Íslands, segi talsvert um stöðu hins íslenska hlutabréfamarkaðar og hversu skaðleg gjaldeyrishöft geta verið.

„Fjölþjóðlegt fyrirtæki á borð við Össur sem þarf umfram annað erlenda fjármögnun hefur lítið að sækja inn á þennan markað sem sökum gjaldeyrishafta getur einungis skapað því íslenskar krónur. Uppbygging hans við umhverfi gjaldeyrishafta verður því fyrst og fremst með skráningu félaga sem þarfnast innlendrar krónufjármögnunar. Mun það takmarka verulega hversu hratt markaðurinn getur byggst upp. Höftin takmarka líka verulega áhuga fjárfesta og þá ekki síst erlendra fjárfesta að markaðinum," segir í Morgunkorni Íslandsbanka.

Segir einnig, að afskráning Össurar, þar sem meirihluti fjárfesta séu erlendir, sé til merkis um þetta en erlendir hluthafar félagsins hafi verið meira áfram um afskráninguna en þeir íslensku. Aðalfundur samþykkti afskráninguna á föstudaginn með um 70% atkvæða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK