Samruni SpKef og Landsbankans verður vonandi síðasta meiriháttar uppstokkunin á íslenska fjármálakerfinu. Þetta segir Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur telur þó að samruni SpKef og Landsbankans þýði ekki endilega endalok sparisjóðakerfisins á Íslandi.
Fjármálaráðherrann sagði umræðan um SpKef hafi reynst starfsfólki sjóðsins erfið. Endurfjármögnun sjóðsins hafi gengið verr en vonast hafi verið til. Hvert endurmat á eignum og skuldum bankans hafi sífellt leitt í ljós verri stöðu sjóðsins.