Svipuð landsframleiðsla og 2005

Lands­fram­leiðsla á ár­inu 2010 nam 1540 millj­örðum króna en það er 44 millj­örðum eða 3% hærri fjár­hæð en árið áður. Að teknu til­liti til verðbreyt­inga dróst lands­fram­leiðslan sam­an að raun­gildi um 3,5% sam­an­borið við 6,9% sam­drátt árið áður.

Þetta kem­ur fram í nýj­um töl­um frá Hag­stof­unni, sem seg­ir, að ef árið 2009 er und­an­skilið sé  þetta mesti sam­drátt­ur lands­fram­leiðslu, sem mælst hafi frá ár­inu 1968, en þá nam sam­drátt­ur­inn 5,5%. Lands­fram­leiðsla á liðnu ári nem­ur svipaðri fjár­hæð að raun­gildi og lands­fram­leiðsla árs­ins 2005.

Að teknu til­liti til fólks­fækk­un­ar, sem nam 0,4%, dróst lands­fram­leiðsla á mann sam­an að raun­gildi um 3,1% árið 2010 en hafði árið áður dreg­ist sam­an um 6,9%.

Einka­neysla sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu var 50,8% á liðnu ári. Hag­stof­an seg­ir, að í sögu­legu sam­hengi sé þetta hlut­fall mjög lágt síðustu þrjú árin. Sam­neysl­an sem hlut­fall af lands­fram­leiðslu var 25,9%. Síðastliðin níu ár hef­ur þetta hlut­fall verið hærra en nokkru sinni fyrr.

Hlut­fall fjár­fest­ing­ar af lands­fram­leiðslu var tæp­lega 13% á liðnu ári og er það hlut­fall nú í sögu­legu lág­marki. Sam­bæri­legt hlut­fall fyr­ir OECD rík­in í heild hef­ur verið um eða und­ir 20% und­an­far­inn ald­ar­fjórðung. Að raun­gildi var fjár­fest­ing­in á síðasta ári svipuð og árið 1996, að sögn Hag­stof­unn­ar.

Lands­fram­leiðsla árs­ins 2010

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK