Svipuð landsframleiðsla og 2005

Landsframleiðsla á árinu 2010 nam 1540 milljörðum króna en það er 44 milljörðum eða 3% hærri fjárhæð en árið áður. Að teknu tilliti til verðbreytinga dróst landsframleiðslan saman að raungildi um 3,5% samanborið við 6,9% samdrátt árið áður.

Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni, sem segir, að ef árið 2009 er undanskilið sé  þetta mesti samdráttur landsframleiðslu, sem mælst hafi frá árinu 1968, en þá nam samdrátturinn 5,5%. Landsframleiðsla á liðnu ári nemur svipaðri fjárhæð að raungildi og landsframleiðsla ársins 2005.

Að teknu tilliti til fólksfækkunar, sem nam 0,4%, dróst landsframleiðsla á mann saman að raungildi um 3,1% árið 2010 en hafði árið áður dregist saman um 6,9%.

Einkaneysla sem hlutfall af landsframleiðslu var 50,8% á liðnu ári. Hagstofan segir, að í sögulegu samhengi sé þetta hlutfall mjög lágt síðustu þrjú árin. Samneyslan sem hlutfall af landsframleiðslu var 25,9%. Síðastliðin níu ár hefur þetta hlutfall verið hærra en nokkru sinni fyrr.

Hlutfall fjárfestingar af landsframleiðslu var tæplega 13% á liðnu ári og er það hlutfall nú í sögulegu lágmarki. Sambærilegt hlutfall fyrir OECD ríkin í heild hefur verið um eða undir 20% undanfarinn aldarfjórðung. Að raungildi var fjárfestingin á síðasta ári svipuð og árið 1996, að sögn Hagstofunnar.

Landsframleiðsla ársins 2010

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK