Taka ekki þátt í kreppunni

Tracy ráðlagði námstefnugestum að leita leiða til að leysa vandann …
Tracy ráðlagði námstefnugestum að leita leiða til að leysa vandann sem staðið er frammi fyrir með jákvæðu hugarfari fremur en að dvelja í fortíðinni. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Mikilvægt er að Íslendingar leggi hrun bankanna fyrir hálfu þriðja ári að baki sér. Hætti að beina sjónum sínum að fortíðinni en leggi þess í stað áherslu á uppbyggingu í nútíð og framtíð, sagði Brian Tracy á fjölmennri námstefnu um árangursfræði sem haldin var á vegum Stjórnunarfélags Íslands 7.mars.  

Með því að hætta að hugsa um fortíðina geti menn aukið verulega á ánægju sína enda verði fortíðinni ekki breytt og tilgangslaust sé að velta sér upp úr hverjum fjármálakreppan sé að kenna, sagði  Tracy og vitnaði til fólks sem hefði ákveðið að „taka ekki þátt“ í kreppunni.

Brian Tracy er í sinni sjöundu heimsókn til Íslands en hann er meðal þekktustu fyrirlesara í heiminum á sviði árangursfræða og stjórnunar. Námstefnan nú var undir yfirskriftinni Hámarksárangur en það er titill einnar þekktustu bókar Tracy. Meðal þess sem fjallað var um var hvað einkennir þá sem ná góðum árangri, tímastjórnun, jákvætt hugarfar og setningu markmiða. Uppselt var á námstefnuna og sátu hana um 300 manns en fyrir áhugasama hefur Stjórnunarfélagið efnt til hraðnámskeiðs um hámarksárangur með Tracy í dag, þriðjudaginn 8. mars.

Brian Tracy
Brian Tracy mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK