Taka ekki þátt í kreppunni

Tracy ráðlagði námstefnugestum að leita leiða til að leysa vandann …
Tracy ráðlagði námstefnugestum að leita leiða til að leysa vandann sem staðið er frammi fyrir með jákvæðu hugarfari fremur en að dvelja í fortíðinni. mbl.is/Sigurgeir Sigurðsson

Mik­il­vægt er að Íslend­ing­ar leggi hrun bank­anna fyr­ir hálfu þriðja ári að baki sér. Hætti að beina sjón­um sín­um að fortíðinni en leggi þess í stað áherslu á upp­bygg­ingu í nútíð og framtíð, sagði Bri­an Tracy á fjöl­mennri nám­stefnu um ár­ang­urs­fræði sem hald­in var á veg­um Stjórn­un­ar­fé­lags Íslands 7.mars.  

Með því að hætta að hugsa um fortíðina geti menn aukið veru­lega á ánægju sína enda verði fortíðinni ekki breytt og til­gangs­laust sé að velta sér upp úr hverj­um fjár­málakrepp­an sé að kenna, sagði  Tracy og vitnaði til fólks sem hefði ákveðið að „taka ekki þátt“ í krepp­unni.

Bri­an Tracy er í sinni sjö­undu heim­sókn til Íslands en hann er meðal þekkt­ustu fyr­ir­les­ara í heim­in­um á sviði ár­ang­urs­fræða og stjórn­un­ar. Nám­stefn­an nú var und­ir yf­ir­skrift­inni Há­marks­ár­ang­ur en það er tit­ill einn­ar þekkt­ustu bók­ar Tracy. Meðal þess sem fjallað var um var hvað ein­kenn­ir þá sem ná góðum ár­angri, tíma­stjórn­un, já­kvætt hug­ar­far og setn­ingu mark­miða. Upp­selt var á nám­stefn­una og sátu hana um 300 manns en fyr­ir áhuga­sama hef­ur Stjórn­un­ar­fé­lagið efnt til hraðnám­skeiðs um há­marks­ár­ang­ur með Tracy í dag, þriðju­dag­inn 8. mars.

Brian Tracy
Bri­an Tracy mbl.is/​Sig­ur­geir Sig­urðsson
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK