Össur semur um endurfjármögnun

Höfuðstöðvar Össurar.
Höfuðstöðvar Össurar.

Össur undirritaði í dag samning við þrjá alþjóðlega banka, ING Bank, Nordea og SEB, um langtímafjármögnun að fjárhæð 231 milljón Bandaríkjadala, nærri 27 milljarða króna.

Í tilkynningu segir, að Össur hafiu nú tryggt sér alþjóðlegan aðgang að fjármagni, bæði eigin fé og lánsfé. Verði núverandi lán  greidd upp og fjármagnskostnaður mun lækka.

Um er að ræða 120 milljóna dala lán með jööfnum afborgunum og 111 milljóna dala lánalína fyrir rekstur og möguleg fyrirtækjakaup.Meðalvextir eru 145 punktar ofan á LIBOR/EURIBOR en vaxtakjör munu breytast í takt við skuldsetningu félagsins. Lánasamningurinn er til fimm ára, með lokagjalddaga árið 2016.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK