Enn föst í viðjum hrunsins

Helgi Magnússon.
Helgi Magnússon. mbl.is

Íslendingar eru enn fastir í viðjum hrunsins, að sögn Helga Magnússonar, formanns Samtaka iðnaðarins, en hann ávarpaði Iðnþing SI í dag. Sagði hann að því miður væru allt of margir uppteknir af hatri og refsigleði. Það torveldi Íslandi að komast úr sporunum og horfa fram á veginn.

Sagði hann að nýsköpun sé hreint ekki bundin við sprotafyrirtæki, hugverk eða tækniiðnað. Það sé þörf fyrir hana í öllum þeim rekstri sem sættir sig ekki við stöðnun eða afturför.

„Við þurfum nýsköpun sem getur af sér ný iðnfyrirtæki – annað hvort svonefnd nýsköpunar-eða sprotafyrirtæki eða hefðbundin fyrirtæki sem beita nútímalegum og djörfum aðferðum sem eru líklegar til árangurs,“ Sagði Helgi og bætti því við að umfram allt þyrftu Íslendingar á nýsköpun hugarfarsins að halda.

Hægagangur og röng stefnumótun

„Við erum enn föst í viðjum hrunsins; vonbrigðum, tortryggni, reiði. Því miður eru allt of margir uppteknir af hatri og refsigleði. Það torveldar okkur að komast úr sporunum og horfa fram á veginn. Tregða landsmanna til að hrista af sér andleg áhrif kreppunnar og skortur á beittri uppbyggingarstefnu í atvinnumálum gerir það að verkum að við Íslendingar erum að tapa tíma frá því að hefja ferð okkur upp á við að nýju. Menn beina frekar athygli að því að herða reglur og heimildir yfirvalda til inngripa í atvinnulífið, eins og t.d. nýsett samkeppnislög eru hættulegt dæmi um. Árið 2010 fór fyrir lítið í þeirri viðleitni beina sjónum manna fram á veginn. Árið 2010 er týnda árið og látum fleiri slík ekki ganga yfir okkur!“

Helgi sagði að því miður einkenndu hægagangur og röng stefnumótun íslenskt samfélag.  „ Annað verður ekki sagt á meðan hagvöxtur er engan veginn nægur og 14 þúsund manns eru án atvinnu auk þess að 8 þúsund störf hafa tapast til viðbótar vegna þeirra sem hafa flutt úr landi.“
Samtök iðnaðarins standa fyrir átaksverkefni sem nefnt hefur verið ÁR NÝSKÖPUNAR og sagði Helgi að í því sambandi mætti ekki líta á orðið „ár“ sem eintöluorð.  „Ár nýsköpunar verða að vera í fleirtölu því nýsköpun þarf að vera stöðug og samfelld innan fyrirtækja. Henni lýkur aldrei ef vel á að vera.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka