Mættu ekki í veisluna

Snekkjuhöfnin í Cannes.
Snekkjuhöfnin í Cannes.

Bræðurnir Robert og Vincent Tchenguiz mættu ekki í mikla veislu, sem haldin var í kvöld um borð í snekkju Vincents í Cannes í Frakklandi. 

Bræðurnir voru handteknir í Lundúnum í gær ásamt Sigurði Einarssyni, fyrrum stjórnarformanni Kaupþings og fjórum öðrum vegna rannsóknar fjársvikalögreglunnar í Bretlandi á lánveitingum Kaupþings til bræðranna fyrir hrun bankans. 

Tchenguiz-bræðrunum var sleppt í gærkvöldi gegn tryggingu en þeir voru ekki settir í farbann. Vincent ætlaði að sækja ráðstefnu fasteignakaupmanna í Cannes í dag og halda veislu fyrir ráðstefnugesti í kvöld. Veislan stendur yfir en bræðurnir hafa ekki látið sjá sig að sögn Bloomberg fréttastofunnar.  

Hefur fréttastofan eftir Sean Bellew, talsmanni Vincents, að bræðurnir þurfi að sjá um mál sín í Lundúnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK