Mættu ekki í veisluna

Snekkjuhöfnin í Cannes.
Snekkjuhöfnin í Cannes.

Bræðurn­ir Robert og Vincent Tchenguiz mættu ekki í mikla veislu, sem hald­in var í kvöld um borð í snekkju Vincents í Cann­es í Frakklandi. 

Bræðurn­ir voru hand­tekn­ir í Lund­ún­um í gær ásamt Sig­urði Ein­ars­syni, fyrr­um stjórn­ar­for­manni Kaupþings og fjór­um öðrum vegna rann­sókn­ar fjár­svika­lög­regl­unn­ar í Bretlandi á lán­veit­ing­um Kaupþings til bræðranna fyr­ir hrun bank­ans. 

Tchenguiz-bræðrun­um var sleppt í gær­kvöldi gegn trygg­ingu en þeir voru ekki sett­ir í far­bann. Vincent ætlaði að sækja ráðstefnu fast­eigna­kaup­manna í Cann­es í dag og halda veislu fyr­ir ráðstefnu­gesti í kvöld. Veisl­an stend­ur yfir en bræðurn­ir hafa ekki látið sjá sig að sögn Bloom­berg frétta­stof­unn­ar.  

Hef­ur frétta­stof­an eft­ir Sean Bell­ew, tals­manni Vincents, að bræðurn­ir þurfi að sjá um mál sín í Lund­ún­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK