Verð á olíu hefur lækkað á heimsmarkaði í dag en hagfræðingar hafa varað við því, að hækkun á olíuverði að undanförnu muni á endanum draga úr skaða alþjóðlega hagkerfið.
Ekki hefur dregið merkjanlega úr neyslu þrátt fyrir olíuverðhækkunina að undanförnu en hagfræðingurinn Michael Lynch segir, að brátt muni koma að því að einstaklingar og fyrirtækidragi úr eldsneytiseyðslu ef verð hráolíutunni verði áfram yfir 100 dali.
Verð á Texas hráolíu lækkaði um 3,13 dali tunnan á markaði í New York í dag og var 101,25 dalir síðdegis. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 1,46 dali tunnan og var verðið 114,48 dalir á markaði í Lundúnum.