Opinberar tölur Seðlabanka Íslands um erlenda stöðu þjóðarbúsins, sem birtar eru reglulega á heimasíðu bankans, geta verið villandi og síst til þess fallnar að skýra hina raunverulegu stöðu.
Þetta sagði Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri á málstofu Seðlabankans í vikunni.
Í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að tilefni málstofunnar hafi verið nýútkomin skýrsla, „Hvað skuldar þjóðin,“ sem nokkrir af starfsmönnum Seðlabankans unnu. Sagði Arnór að skýrslan endurspeglaði skoðun þeirra starfsmanna sem unnu hana, fremur en Seðlabankans.