Hlutabréf lækkuðu í verði í Japan í morgun eftir að jarðskjálfti, sem mældist 8,9 stig, reið þar yfir. Þá hafa hlutabréf endurtryggingafélaga lækkað í viðskiptum í morgun en ljóst er að tjón af völdum skjálftans er gríðarlegt.
Japanska Nikkei hlutabréfavísitalan lækkaði um 1,72% í morgun. Þá lækkaði gengi jensins gagnvart Bandaríkjadal.
Í kauphöllinni í Frankfurt lækkaði gengi hlutabréfa endurtryggingafélagsins München Re um 5,91% í upphafi viðskiptadags. Gengi bréfa tryggingafélagsins Allianz lækkaði um 1,76%.