Olíuverð hefur lækkað á heimsmarkaði vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan en talið er að draga muni úr innflutningi Japana á eldsneyti í kjölfarið.
Verð á olíufati lækkaði um 3,01 dal á markaði í New York í dag og var 99,69 dalir. Verð á Brent Norðursjávarolíu lækkaði einnig um rúma 3 dali fatið og var 112,39 dalir.