Stofnfjáreigendum á Dalvík berast greiðsluseðlar

Höfuðstöðvar Sögu fjárfestingarbanka á Akureyri.
Höfuðstöðvar Sögu fjárfestingarbanka á Akureyri. mbl.is/Skapti

Saga fjár­fest­inga­banki, sem fjár­magnaði stofn­fjáraukn­ingu Spari­sjóðs Svarf­dæla árið 2007 með lán­veit­ing­um til stofn­fjár­eig­enda, seg­ist í svari við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins ætla að inn­heimta lán­in sam­kvæmt ákvæðum lána­samn­inga.

Saga lánaði stofn­fjár­eig­enda­hópi Spari­sjóðs Svarf­dæla sam­an­lagt 500 millj­ón­ir króna, um það bil 3,5 millj­ón­ir á mann að meðaltali, við stofn­fjáraukn­ing­una. Í kynn­ing­ar­bréfi vegna fjár­mögn­un­ar­inn­ar sagði að stofn­bréf­in ein væru tek­in að veði. Hins veg­ar sagði í smáa letri lána­samn­ing­anna að hægt væri að krefjast auk­inna trygg­inga. Rík­is­sjóður hef­ur nú leyst til sín 90% stofn­fjár spari­sjóðsins. Seint síðasta haust barst stofn­fjár­eig­end­um síðan bréf frá Saga fjár­fest­inga­banka, þar sem boðið var upp á að greiða lánið til baka á 15 árum með um það bil 50.000 króna greiðslu mánaðarlega.

Hafa stofn­fjár­eig­end­um nú borist þrír greiðslu­seðlar. Saga vildi ekki gefa upp hversu marg­ir stofn­fjár­eig­enda greiddu af þess­um lán­um, en ekki yrði ráðist í inn­heimtuaðgerðir fyrr en allri óvissu hefði verið eytt.

Full­trú­ar bank­ans hefðu jafn­framt átt nokkra fundi með Sam­tök­um stofn­fjár­eig­enda í Svarfaðar­dal, til að vinna að úr­lausn mála. thg@mbl.is

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka