2,5 þúsund milljarðar dala undir vegna verst stöddu evruríkjanna

Frá Írlandi.
Frá Írlandi. Reuters

Staða banka og fjármálafyrirtækja í hagkerfum Grikklands, Írlands, Portúgal og Spánar nemur 2,5 þúsund milljörðum Bandaríkjadala samkvæmt nýjum tölum Alþjóðagreiðslubankans.

Þessi upphæð tekur til útlána banka auk annarra fjármálagerninga á borð við afleiðusamninga. Fram kemur í umfjöllun The Daily Telegraph að stór hluti af áhættunni vegna efnahagsástandsins í þessum fjórum evruríkjum að fínna í bókum annarra evrópskra banka. Þýskir bankar eru með 570 milljarða dala stöðu í þessum fjórum ríkjum, franskir bankar með 380 milljarða stöðu og breskir með 431 milljarð. Stærsti hlutur stöðu bresku bankanna tengist Írlandi og Spáni á meðan að þriðjungur áhættunnar í frönskum bönkum tengist Grikklandi.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK