Hrun á japönskum hlutabréfamarkaði

Reyk leggur frá Fukushima kjarnorkuverinu í morgun. Gengi bréfa fyrirtækisins, …
Reyk leggur frá Fukushima kjarnorkuverinu í morgun. Gengi bréfa fyrirtækisins, sem rekur verið lækkaði um nærri 24% í dag. Reuters

Gengi hlutabréfa japanskra fyrirtækja hrundi í kauphöllinni í Tókýó í morgun og lækkaði Nikkei hlutabréfavísitalan um 6,18%. Japansbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum og grípa til aðgerða til að styðja við efnahagslífið.

Það voru hlutabréf bílaframleiðenda sem lækkuðu en margir stærstu bílaframleiðendurnir hafa tilkynnt að starfsemi verði hætt tímabundið í verksmiðjum á svæðum þar sem áhrifa jarðskjálftans og flóðbylgjunnar á föstudag gætti mest.

Þá lækkaði gengi Tokyo Electric Power Co., sem rekur kjarnorkuver í Japan,  23,57%. 

Japansbanki tilkynnti í morgun að hann myndi veita 15 billjónum jena til að styðja við hagkerfið og endurreisa atvinnulíf á skjálftasvæðunum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK