Með 21 milljón í árslaun

Kristján Óskarsson, framkvæmdastjóri skilanefndar Glitnis, var með 21 milljón króna í árslaun á síðasta ári eða sem svarar til 1,75 milljóna króna á mánuði.

Fram kemur í ársreikningi Glitnis, sem birtur var í gær, að greiðslur til skilanefndar og slitastjórnar bankans námu á síðasta ári 348 milljónum króna en inni í þeirri tölu er virðisaukaskattur. 

Þrjú sitja í skilanefnd bankans, Árni Tómasson, Heimir Haraldsson og Þórdís Bjarnadóttir, og tvö í slitastjórn, Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson. Samkvæmt því nema greiðslur til hvers þeirra að jafnaði 5,8 milljónum króna á mánuði.

Ársskýrsla Glitnis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK