Vill þjóðarsátt um einkavæðingu

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands.
George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands. YIORGOS KARAHALIS

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, kallaði eftir þjóðarsátt um einkavæðingaráform stjórnvalda í sjónvarpsávarpi í gær. Ríkisstjórn landsins hyggst selja ríkiseignir fyrir um 50 milljarða evra á næstu árum til að draga úr skuldsetningu ríkissjóðs.

Papandreou, sem leiðir ríkisstjórn sósíalista í Grikklandi, tilkynnti um einkavæðingaráformin í síðasta mánuði. Samkvæmt þeim mun ríkið selja hlut sinn í orku- og veitufyrirtækjum auk þess að leigja frá sér rekstur flugvalla og hafna auk landsvæðis í ríkiseigu til einkaaðila til lengri tíma. Að sögn Financial Times þá hafa áformin mætt mikilli andstöðu hjá stjórnarandstöðunni sem sakar ríkisstjórn landsins um að kikna undan vilja kröfuhafa ríkissjóðs sem vilja að hún selji frá sér „fjölskyldusilfrið.“

Financial Times segir að ríkisstjórn Grikklands hafi staðhæft að áformunum yrði hrint í framkvæmd á leiðtogafundi Evrópusambandsins á föstudag. Það hafi meðal annars ráðið miklu um að ákveðið var að lengja í neyðarlánum ESB til gríska ríkisins vegna skuldakreppunnar og lækka vexti á lánunum um 100. Samkvæmt Financial Times þá myndu einkavæðingaráformin lækka skuldir gríska ríkisins um 20% af landsframleiðslu nái þau fram að ganga. Skuldir gríska ríkisins stefna nú í að verða 150% af landsframleiðslu.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka