Vind- og sólarorkuhlutabréf hækka

Vestas er einn helsti framleiðandi vindorkustöðva í heiminum.
Vestas er einn helsti framleiðandi vindorkustöðva í heiminum.

Gengi hlutabréfa danska vindorkufyrirtækisins Vestar hefur hækkað mikið í dag líkt og bréf annarra evrópskra fyrirtækja sem framleiða búnað til að beisla vistvæna orku.

Kjarnorkuslysið í Fukushima kjarnorkuverinu í Japan hefur sett strik í áform um frekari þróun kjarnorkuvera og þykir ljóst, að aukin áhersla verði lögð á aðra orkugjafa. 

Fram kemur á fréttavef Børsen, að gengi hlutabréfa Vestas hækkaði um 7,4% í dönsku kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréf þýska vindmylluframleiðandans Nordex hækkaði hins vegar um 19% eftir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, tilkynnti að fyrirhugaðri endurnýjun þýskra kjarnorkuvera yrði frestað á meðan farið verður yfir málin. 

Þá hækkuðu bréf þýsku fyrirtækjanna Solarworld og Q-cells, sem framleiða sólarorkurafhlöður, um 12 og 14%. 

Þýsk stjórnvöld ákváðu í september að lengja líftíma 17 kjarnorkuvera um 8-14 ár en nú er talið hugsanlegt að hætt verði við það.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK