Seðlabanki Japans hefur dælt átta billjónum jena (rúmlega 11.000 milljarða kr.) inn í fjármálakerfi landsins til að draga úr áhyggjum markaðarins, en hlutabréfaverð lækkaði mikið í japönsku kauphöllinni í kjölfar náttúruhamfaranna.
Bankinn dældi fimm billjónum jena í morgun að staðartíma og nú síðdegis bætti hann þremur billjónum við.
Þá hyggst seðlabankinn útvega 12 billjónir jena með því að kaupa ríkisskuldabréf sem eru í eigu fjármálastofnana.
Í gær dældi bankinn 15 billjónum jena inn í fjármálamarkaðinn, sem er metupphæð.