MBL Group til sölu

Stafrænir diskar.
Stafrænir diskar. mbl.is

MBL Group, eitt stærsta dreif­ing­ar­fyr­ir­tæki Bret­lands á geisladisk­um, er til sölu. For­ráðamenn fé­lags­ins segja að fjöldi starfs­manna fé­lags­ins gætu misst vinn­una í kjöl­far þess að versl­un­ar­keðjan Morris­son ákvað segja upp samn­ingi sín­um við MBL.

MBL Group, sem er skráð á AIM-hluta­bréfa­markaðinn í London, fékk á dög­un­um að Morris­son hygðist ekki end­ur­nýja samn­ing sinn við fé­lagið. Samn­ing­ur­inn renn­ur út í sept­em­ber en sam­kvæm frétt The Daily Tel­egraph þá standa viðskipt­in 78% af allri veltu MBL. Morris­son hef­ur keypt alla þá geisladiska með tónlist og kvik­mynd­um sem fé­lagið hef­ur selt í versl­un­um sín­um síðustu fjór­tán ár.

Tel­egraph hef­ur eft­ir for­ráðamönn­um MBL að um mik­il von­brigði sé að ræða. Ráðgjafa­fyr­ir­tækið KPMG hef­ur verið ráðið til þess að sjá um sölu á MBL. Hluta­bréf fé­lags­ins féllu mikið í verði eft­ir að til­kynnt var um að Morri­son myndi ekki end­ur­nýja samn­ing­inn og féllu þau úr 42 pens á hlut niður í 18 pens.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK