MBL Group til sölu

Stafrænir diskar.
Stafrænir diskar. mbl.is

MBL Group, eitt stærsta dreifingarfyrirtæki Bretlands á geisladiskum, er til sölu. Forráðamenn félagsins segja að fjöldi starfsmanna félagsins gætu misst vinnuna í kjölfar þess að verslunarkeðjan Morrisson ákvað segja upp samningi sínum við MBL.

MBL Group, sem er skráð á AIM-hlutabréfamarkaðinn í London, fékk á dögunum að Morrisson hygðist ekki endurnýja samning sinn við félagið. Samningurinn rennur út í september en samkvæm frétt The Daily Telegraph þá standa viðskiptin 78% af allri veltu MBL. Morrisson hefur keypt alla þá geisladiska með tónlist og kvikmyndum sem félagið hefur selt í verslunum sínum síðustu fjórtán ár.

Telegraph hefur eftir forráðamönnum MBL að um mikil vonbrigði sé að ræða. Ráðgjafafyrirtækið KPMG hefur verið ráðið til þess að sjá um sölu á MBL. Hlutabréf félagsins féllu mikið í verði eftir að tilkynnt var um að Morrison myndi ekki endurnýja samninginn og féllu þau úr 42 pens á hlut niður í 18 pens.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK