Greiningardeild MP Banka spáir því að peningastefnunefnd Seðlabankans ákveði á morgun að lækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur.
Segir greiningardeildin, að tafir á afnámi gjaldeyrishafta og meiri slaki í hagkerfinu en áður var talið gefi hvort tveggja tilefni til vaxtalækkunar. Á móti þessu komi að gengi krónunnar hafi haldið áfram að veikjast á árinu.