John Campbell, þingmaður fyrir Kaliforníuríki, líkir bandarískum ríkisfjármálum við Ponzi-pýramídasvindl, í pistli á heimasíðu sinni. 40% af 9.000 milljarða dollara skuldabréfum bandaríska ríkisins eru á gjaldddaga næstu þremur árum.
Campbell segir að ríkissjóður gefi út skuldabréf til skamms tíma, þar sem ávöxtunarkrafa á slík bréf sé lægri en á bréf til lengri tíma. Þannig haldi ríkið vaxtakostnaði niðri. Bandaríski seðlabankinn sé síðan látinn kaupa lengri ríkisskuldabréf fyrir nýja peninga, til að halda niðri vöxtum á þeim bréfum.
Þannig séu prentaðir peningar til að fela áhrif hallareksturs bandaríska ríkisins, sem nemur 130 milljörðum dollara í hverjum mánuði.
„Hvað þýðir þetta allt saman? Ég skil að Seðlabankinn og ríkissjóður eru að reyna að halda vöxtum lágum, bæta efnahagsástandið og minnka hallann. En, þegar þær fara saman við þennan mikla fjárlagahalla, líkjast þessar aðgerðir svolítið Ponzi-svindli sem mun fyrr en síðar komast upp um,“ segir þingmaðurinn á heimasíðu sinni.