Indverjar flytja mest inn af vopnum

Indverjar hyggjast verja 10 milljörðum dala í nýjar orrustuþotur. Myndin …
Indverjar hyggjast verja 10 milljörðum dala í nýjar orrustuþotur. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Reuters

Indverjar hafa tekið fram úr Kínverjum sem helstu vopnainnflytjendur í heimi samkvæmt nýrri rannsókn sænskrar friðarstofnunar. Stóð Indland fyrir 9% af öllum vopnakaupum í heiminum á milli áranna 2006 og 2010.

Í rannsókninni kemur einnig fram að Indland haldi áfram að flytja mest inn af vopnum en Indverjar flytja inn 70% af vopnum sínum. Árlega er 32,5 milljörðum dala veitt í varnaráætlun landsins en áform eru um að verja yfir 50 milljörðum dala á næstu fimm árum í að nútímavæða herinn, þar á meðal 10 milljörðum í að kaupa 126 nýjar orrustuþotur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK