Ofurríkir fá afslátt af landvistarreglum

Damian Green, innflytjendaráðherra Bretlands.
Damian Green, innflytjendaráðherra Bretlands.

Samkvæmt nýjum innflytjendalögum sem kynnt verða af bresku ríkisstjórninni í dag munu erlendir fjárfestar sem eru tilbúnir til þess að geyma fimm milljónir punda, andvirði tæps milljarðs íslenskra króna, á breskum bankareikningi fá rétt til dveljast varanlega í landinu eftir aðeins þrjú ár. Allir aðrir innflytjendur þurfa að bíða í fimm ár til að öðlast þann rétt.

Erlendir fjárfestar sem eru reiðubúnir að geyma tvöfalda þá upphæð á Bretlandi öðlast réttindin enn fyrr eða eftir aðeins tvö ár. Það sem meira er þá er sá tími sem þessir ofurríku innflytjendur geta eytt utan landssteinanna tvöfaldaður, úr 90 í 180 daga, án þess að það skerði rétt þeirra á varanlegu landvistarleyfi. Breska blaðið The Guardian segir frá þessu á vefsíðu sinni í dag.

Damian Green, innflytjendaráðherra landsins, mun kynna lögin í kauphöllinni í Lundúnum í dag. Þykja ákvæðin um hina vellauðugu innflytjendur vera í töluverðri mótsögn við fyrirætlanir stjórnvalda um að taka rétt til landvistarleyfis af þeim sem koma til Bretlands til að læra eða vinna tímabundið.

Í lögunum er einnig gert ráð fyrir ívilnunum til erlendra atvinnurekenda. Fá þeir landvistarleyfi innan þriggja ára ef þeir hafa skapað tíu störf í landinu eða náð árlegri veltu upp á andvirði tæpra tveggja milljarða króna hjá breskum fyrirtækjum sínum. Er þetta gert til þess að laða að sprotafyrirtæki sem falla ekki undir önnur ákvæði laganna.



mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK