Japanski bílaframleiðandinn Toyota Motor tilkynnti í morgun að verið væri að hefja framleiðslu að nýju í sjö varahlutaverksmiðjum þar sem starfsemi var hætt tímabundið eftir jarðskjálftann á föstudag.
Byrjað verður að framleiða varahluti fyrir innanlandsmarkað og á mánudag í næstu viku verður hafin framleiðsla á varahlutum fyrir erlendan markað.
Toyota á 22 verksmiðjur í Japan og rekur 12 þeirra undir eigin merkjum.
Talsmaður Toyota veit ekki hvenær starfsemi hefst í öðrum verksmiðjum þar sem bílar eru framleiddir.