20 fjárfestar halda áfram viðræðum

MP banki er með höfuðstöðvar sínar í Ármúla.
MP banki er með höfuðstöðvar sínar í Ármúla.

Skúli Mogensen, sem leitt hefur hóp fjárfesta sem ætla sér að leggja nýtt hlutafé í MP banka, segir að hópur um 20 fjárfesta muni taka þátt í hlutafjáraukningunni, en hann segir að viðræður um málið langt komnar.

Skúli staðfestir að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefði dregið sig út úr hópnum, en hann segir að það hafi engin áhrif á gang mála. „Við munum vinna áfram að því að klára málið.“ Hann segist reikna með að það taki nokkrar vikur.

Skúli segir að meðal þeirra sem taki þátt í viðræðunum séu Lífeyrissjóður verzlunarmanna, TM og VÍS. „Þetta er dreifður hópur. Í honum eru um 20 fjársterkir aðilar.“ Stefnt er að því að auka hlutafé í MP banka um 5 milljarða.

„Við höfum unnið þetta mál í mjög nánu samstarfi við alla eftirlitsaðila. Þeir eru vel upplýstir um gang mála og okkur miðar vel áfram,“ sagði Skúli.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK