20 fjárfestar halda áfram viðræðum

MP banki er með höfuðstöðvar sínar í Ármúla.
MP banki er með höfuðstöðvar sínar í Ármúla.

Skúli Mo­gensen, sem leitt hef­ur hóp fjár­festa sem ætla sér að leggja nýtt hluta­fé í MP banka, seg­ir að hóp­ur um 20 fjár­festa muni taka þátt í hluta­fjáraukn­ing­unni, en hann seg­ir að viðræður um málið langt komn­ar.

Skúli staðfest­ir að Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, hefði dregið sig út úr hópn­um, en hann seg­ir að það hafi eng­in áhrif á gang mála. „Við mun­um vinna áfram að því að klára málið.“ Hann seg­ist reikna með að það taki nokkr­ar vik­ur.

Skúli seg­ir að meðal þeirra sem taki þátt í viðræðunum séu Líf­eyr­is­sjóður verzl­un­ar­manna, TM og VÍS. „Þetta er dreifður hóp­ur. Í hon­um eru um 20 fjár­sterk­ir aðilar.“ Stefnt er að því að auka hluta­fé í MP banka um 5 millj­arða.

„Við höf­um unnið þetta mál í mjög nánu sam­starfi við alla eft­ir­litsaðila. Þeir eru vel upp­lýst­ir um gang mála og okk­ur miðar vel áfram,“ sagði Skúli.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK