22 milljarða meiri halli á ríkissjóð í fyrra

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.

Hag­stof­an hef­ur leiðrétt bráðabirgðaupp­gjör sitt á þjóðhags­reikn­ing­um sín­um fyr­ir síðasta ár. Leiðrétt­ing­in þýðir að hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs í fyrra var 95 millj­arðar en ekki tæp­ir 73 millj­arðar og út­gjöld­in voru um 23 millj­örðum meiri en gert var ráð í fyrstu töl­um.

Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Hag­stof­unni þá tóku fyrstu töl­ur ekki til áfall­inna rík­is­ábyrgða við árs­lok 2010. Þær námu 22,5 millj­örðum og höfðu ekki verið tald­ar með í fyrstu út­reikn­ing­un­um. Sé tekið til­lit til áfall­inna rík­is­ábyrgða þá nam hall­inn á rekstri rík­is­sjóðs sem hlut­falli af lands­fram­leiðslu um 6% en ekki um 5% eins og fyrstu töl­ur gáfu til kynna. Miðað við leiðrétt­ing­una námu heild­ar­út­gjöld rík­is­sjóðs í fyrra 578 millj­örðum en ekki 555 millj­örðum eins og kom fram í fyrstu töl­um.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK