Afskrifaði 21,6 milljarða skuldir

Arion banki afskrifaði 21,6 milljarða króna af skuldum 1998 ehf. um síðustu áramót, að því er kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag. 1998 skuldaði bankanum 55 milljarða króna samkvæmt síðasta birta ársreikningi.

Eina eign 1998 um síðustu áramót var 95,7% eignarhlutur í Högum, sem  var metinn á 12 milljarða króna. Arion banki  seldi 34% hlut í Högum í febrúar á 4.140 milljónir króna til Búvalla slhf., undir forystu Hallbjörns
Karlssonar og Árna Haukssonar. Stefnt er að því að Hagar verði skráðir í kauphöll í haust.

Viðskiptablaðið segir, að tap vegna láns bankans til 1998 lendi á gamla Kaupþingi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka