Ósanngjarnt að skattborgarar greiði allt

Enda Kenny, forsætisáðherra Írlands.
Enda Kenny, forsætisáðherra Írlands. Reuters

Forsætisráðherra Írlands, Enda Kenny, segir það stórkostlega ósanngjarnt að skattborgarar eigi einir að bera kostnaðinn af björgun þarlendra banka og vill að vextir á neyðarlánum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði lækkaðir.

Kenny er nú í Washington í Bandaríkjunum að reyna að lappa upp á laskað orðspor Írlands. Ástæðan fyrir því að hann vill lægri vexti á lánunum er að hann vill forðast ástand þar sem Írland muni bogna undan skuldabyrðinni og þar með ekki geta aukið hagvöxt í landinu.

„Það er stórkostlega ósanngjarnt að ætlast til þess að skattborgarar borgi 100 prósent kostnaðarins sem er til kominn vegna óábyrgrar útlánastefnu bankanna,“ sagði Kenny í samtali við Bloomberg fréttastofuna.


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka