Reykjanesbær hefur endurfjármagnað og framlengt lán, samtals að fjárhæð um 1,8 milljarða króna.
Um er að ræða afborganir tveggja lána hjá Lánasjóði sveitarfélaga á þessu ári upphæð 840 milljónir króna með nýju láni til 13 ára.
Þá hefur Írski bankinn DePfa fyrir hönd pbb bankans í Þýskalandi framlengt erlent lán bæjarins að upphæð 12 milljónir evra, 1,94 milljarðar króna, til 2ja ára.