Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á

Margrét Kristmannsdóttir.
Margrét Kristmannsdóttir.

Margrét Kristmannsdóttir, formaður Samtaka verslunar og þjónustu, gagnrýndi bændasamtökin harðlega í dag og sagði að forysta bænda vilji slá skjaldborg um kerfi sem allir tapa á,  skattgreiðendur, neytendur og bændur.

„Núverandi kerfi landbúnaðarins er óheilbrigt, niðurnjörvað í ríkisrekið styrkjakerfi, tollvernd og innflutningskvóta.  Hverju hefur þetta kerfið skilað okkur? Jú, við íslenskir skattgreiðendur búum við eitt dýrasta landbúnaðarkerfi í heimi, og íslenskir neytendur búa við eitt hæsta landbúnaðarverð í heimi. Þá hefði maður haldið að þetta sama kerfi skilaði bændum einhverju í aðra hönd, fyrir því væri jú bændaforystan að berjast - en það er öðru nær.  Bændur eru láglaunastétt þar sem atvinnutekjur bænda eru þær lægstu þegar atvinnutekjur í helstu atvinnugreinum eru bornar saman," sagði Margrét.

Hún sagði einnig að breyta þurfi um ríkisstjórnni og ríkisstjórnarflokkarnir þurfi að  stokka upp í forystusveitinni. Hún sagðist sjá þá kosti helsta, að að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn myndi nýja ríkisstjórn eða að Sjálfstæðisflokkur gangi til liðs við núverandi stjórnarflokka.

Þá sagði hún, að forgangsverkefni þjóðarinnar nú sé að tryggja að þjóðin segi já í atkvæðagreiðslu um Icesave 9. apríl.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK