Skjaldborg um kerfi sem allir tapa á

Margrét Kristmannsdóttir.
Margrét Kristmannsdóttir.

Mar­grét Krist­manns­dótt­ir, formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, gagn­rýndi bænda­sam­tök­in harðlega í dag og sagði að for­ysta bænda vilji slá skjald­borg um kerfi sem all­ir tapa á,  skatt­greiðend­ur, neyt­end­ur og bænd­ur.

„Nú­ver­andi kerfi land­búnaðar­ins er óheil­brigt, niðurnjörvað í rík­is­rekið styrkja­kerfi, toll­vernd og inn­flutn­ingskvóta.  Hverju hef­ur þetta kerfið skilað okk­ur? Jú, við ís­lensk­ir skatt­greiðend­ur búum við eitt dýr­asta land­búnaðar­kerfi í heimi, og ís­lensk­ir neyt­end­ur búa við eitt hæsta land­búnaðar­verð í heimi. Þá hefði maður haldið að þetta sama kerfi skilaði bænd­um ein­hverju í aðra hönd, fyr­ir því væri jú bænda­for­yst­an að berj­ast - en það er öðru nær.  Bænd­ur eru lág­launa­stétt þar sem at­vinnu­tekj­ur bænda eru þær lægstu þegar at­vinnu­tekj­ur í helstu at­vinnu­grein­um eru born­ar sam­an," sagði Mar­grét.

Hún sagði einnig að breyta þurfi um rík­is­stjórnni og rík­is­stjórn­ar­flokk­arn­ir þurfi að  stokka upp í for­ystu­sveit­inni. Hún sagðist sjá þá kosti helsta, að að Sam­fylk­ing­in og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn myndi nýja rík­is­stjórn eða að Sjálf­stæðis­flokk­ur gangi til liðs við nú­ver­andi stjórn­ar­flokka.

Þá sagði hún, að for­gangs­verk­efni þjóðar­inn­ar nú sé að tryggja að þjóðin segi já í at­kvæðagreiðslu um Ices­a­ve 9. apríl.  

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK