Fjármögnun á Vaðlaheiðargöngum verður tryggð af ríkissjóði með útgáfu skuldabréfa sem verða sambærileg við húsnæðisbréf Íbúðalánasjóðs, að því er stjórnarmaður í Vaðlaheiðargöngum hf. segir í samtali við Morgunblaðið.
Í umfjöllun um göngin í viðskiptablaði Morgunblaðsins í dag kemur fram, að forsendur framkvæmdanna séu þær, að vegatollar geti staðið undir kostnaði við þær og rekstur ganganna.
Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur gagnrýnt þær forsendur og segir afar hæpið að tollarnir geti staðið undir göngunum. Því muni hluti kostnaðarins lenda með einum eða öðrum hætti á ríkinu.