Dregur úr hagnaði en tekjur aukast

Höfuðstöðvar Landsvirkjunar.
Höfuðstöðvar Landsvirkjunar. mbl.is/Ómar

Hagnaður Landsvirkjunar eftir skatta nam 72,9 milljónum dala, jafnvirði 8,4 milljarða króna, á síðasta ári  en var 192,9 milljónir dala árið 2009. Rekstrartekjur námu 377,6 milljónum dala, 43,4 milljörðum króna, sem er  10,3% aukning á milli ára.

„Við erum mjög sátt við þetta uppgjör," segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í tilkynningu.  

Þar kemur fram að horfur á árinu 2011 séu góðar og helgist af hagstæðu vaxtaumhverfi og viðunandi álverði. Þá hafi fyrirtækið  mætt miklum áhuga, nýrra jafnt sem eldri, viðskiptavina á kaupum á raforku. Til að mæta  aukinni sölu þá hefur Landsvirkjun hafið framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun og standi vonir til að fjármögnun hennar ljúki innan skamms.  Einnig áformi félagið fjárfestingar fyrir 1,5 milljarða króna í verkefni á Norðausturlandi á árinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK