Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var með 175 þúsund dali í laun og hlunnindi á síðasta ári, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Svarar það til 20 milljóna króna eða um 1,7 milljónum króna á mánuði.
Þá fékk Friðrik Sophusson, fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, 48 þúsund dali í laun og hlunnindi á síðasta ári eða 5,5 milljónir króna. Árið 2009 námu laun og hlunnindi Friðriks 215 þúsund dölum en forstjóraskipti urðu um áramótin 2009/2010.
Laun sjö framkvæmdastjóra námu samtals 894 þúsund dölum á síðasta ári, eða að meðaltali 127 þúsund dölum til hvers að meðaltali, en það svarar til 14,6 milljónum króna.