Með 175 þúsund dali í laun

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, var með 175 þúsund dali í laun og hlunnindi á síðasta ári, að því er kemur fram í ársreikningi fyrirtækisins. Svarar það til 20 milljóna króna eða um 1,7 milljónum króna á mánuði.

Þá fékk Friðrik Sophusson, fyrrverandi forstjóri Landsvirkjunar, 48 þúsund dali í laun og hlunnindi á síðasta ári eða 5,5 milljónir króna. Árið 2009 námu laun og hlunnindi Friðriks 215 þúsund dölum en forstjóraskipti urðu um áramótin 2009/2010.

Laun sjö framkvæmdastjóra námu samtals 894 þúsund dölum á síðasta ári, eða að meðaltali 127 þúsund dölum til hvers að meðaltali, en það svarar til 14,6 milljónum króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK