27 þúsund milljarða tjón

Fáir voru á ferli í Ginza verslunarhverfinu í Tókýó í …
Fáir voru á ferli í Ginza verslunarhverfinu í Tókýó í dag. Reuters

Alþjóðabankinn áætlar, að tjónið af völdum jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan nemi allt að 235 milljörðum dala, 27 þúsund milljörðum króna, eða sem svarar til 4% af árlegri landsframleiðslu Japana. Uppbygging eftir hamfarirnar kunni að taka fimm ár.

„Ef marka má söguna þá mun þetta hafa neikvæð áhrif á landsframleiðslu framundir mitt þetta ár," segir Alþjóðabankinn í nýrri skýrslu um efnahagsmál í Austur-Asíu og við Kyrrahaf. Hagvöxtur muni hins vegar taka við sér á síðari hluta ársins. 

Eftir náttúruhamfarirnar hafa Japanar einnig þurft að glíma við kjarnorkuverið í Fukushima en  ekki er minnst á það í skýrslu Alþjóðabankans.  

Fjármálamarkaðir eru lokaðir í Japan í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK