Hækkanir í kauphöllinni í New York

Miðlari í kauphöllinni í New York í dag.
Miðlari í kauphöllinni í New York í dag. Reuters

Hækkanir urðu í kauphöllinni í Bandaríkjunum í dag, en mikil bjartsýni ríkir meðal fjárfesta í kjölfar kaupa AT&T á T-Mobile í dag. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5% og er nú 12.036,53 stig. Nasdaqh hækkaði um 1,83% og er 2.692,09 stig. S&P hækkaði um 1,5% og er nú 1.298,38 stig.

AT&T greiddi 39 milljarða Bandaríkjadala fyrir T-Mobile USA í dag, og er fyrirtækið þar með orðið stærsta farsímafyrirtæki Bandaríkjanna.

Þá ákvað bandaríska fjármálaráðuneytið að hefja sölu á skuldabréfum sem tryggð eru með veði í íbúðahúsnæði fyrir 142 milljarða dala.

Viðskiptin þykja til marks um að markaðir séu að taka við sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK