Hækkanir urðu í kauphöllinni í Bandaríkjunum í dag, en mikil bjartsýni ríkir meðal fjárfesta í kjölfar kaupa AT&T á T-Mobile í dag. Dow Jones hlutabréfavísitalan hækkaði um 1,5% og er nú 12.036,53 stig. Nasdaqh hækkaði um 1,83% og er 2.692,09 stig. S&P hækkaði um 1,5% og er nú 1.298,38 stig.
AT&T greiddi 39 milljarða Bandaríkjadala fyrir T-Mobile USA í dag, og er fyrirtækið þar með orðið stærsta farsímafyrirtæki Bandaríkjanna.
Þá ákvað bandaríska fjármálaráðuneytið að hefja sölu á skuldabréfum sem tryggð eru með veði í íbúðahúsnæði fyrir 142 milljarða dala.
Viðskiptin þykja til marks um að markaðir séu að taka við sér.