Verð á olíutunnu hefur hækkað um 2 dollara síðan Nató hóf loftárásir á Líbíu. Verð á tunnu er núna um 116 dollarar.
Líbía er í 12. sæti yfir stærstu útflytjendur á olíu í heiminum og hefur olíuframleiðsla í landinu nánast stöðvast vegna átaka í landinu. Sádi Arabía og samtök olíuframleiðsluríkja, OPEC, hafa lýst því yfir að þau séu tilbúin til að auka framleiðslu til að vega upp á móti minni framleiðslu í Líbíu. Þetta hefur róað markaðinn, en margt hefur haft áhrif á olíuverðið síðustu daga, m.a. jarðskjálftinn í Japan.