Ferðin um Beinu brautina er hæg

Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs.
Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Sverrir Vilhelmsson

Mun hæg­ar geng­ur að koma ís­lensk­um fyr­ir­tækj­um á „beinu braut­ina“ svo­kölluðu, en áætlan­ir gerðu ráð fyr­ir. Kom þetta fram í máli Finns Odds­son­ar, fram­kvæmda­stjóra Viðskiptaráðs, á fundi um Beinu braut­ina í dag.

Beina braut­in bygg­ir á sam­komu­lagi stjórn­valda og sam­taka fyr­ir­tækja og at­vinnu­rek­enda og snýr að úr­vinnslu skulda­vanda lít­illa og meðal­stórra fyr­ir­tækja.

Benti Finn­ur á að sam­kvæmt upp­runa­legri áætl­un hefði verið gert ráð fyr­ir því að um 5.000 til 7.000 fyr­ir­tæki gætu gengið braut­ina, en nú­ver­andi áætl­un ger­ir hins veg­ar ráð fyr­ir því að braut­in standi um 1.655 fyr­ir­tækj­um opin. Þrátt fyr­ir þessa miklu fækk­un hef­ur gengið hæg­ar en bú­ist var við. Aðeins hafa mál um 275 fyr­ir­tækja verið kláruð, þótt í ein­hverj­um til­vik­um eigi eft­ir að klára skjala­gerð.

Finn­ur seg­ir að nokkr­ar ástæður liggi þar að baki, þar á meðal tregi á meðal fyr­ir­tækja til að koma til banka og óska eft­ir því að úr mál­um þeirra verði leyst eft­ir mark­miðum Beinu braut­ar­inn­ar. Mörg fyr­ir­tæki bíði dómsúr­lausn­ar um geng­islán. Þá séu þessi verk­efni flók­in og ágrein­ing­ur get­ur verið milli fyr­ir­tæk­is og banka um verðmat eigna og aðkoma hins op­in­bera hafi ekki verið næg.

Hann seg­ir að mik­il­vægt sé að byggja upp traust á milli banka og fyr­ir­tækja og kynna Beinu braut­ina bet­ur fyr­ir fyr­ir­tækj­um, því ekki sé hægt að stóla á að staðan verði nokkuð betri í framtíðinni. Alltaf ríki óvissa um úr­lausn dóms­mála og ekki sé víst að þeir kost­ir sem nú standa opn­ir hald­ist opn­ir ef dóms­málið end­ar illa fyr­ir fyr­ir­tæk­in.

Á fund­in­um töluðu nokkr­ir fram­kvæmda­stjór­ar fyr­ir­tækja, sem gengið hafa í gegn­um þetta ferli. Sögðu þeir að reynsla þeirra hefði al­mennt verið góð, en vissu­lega hafi ferlið verið tíma­frekt. Nefndu þeir að smærri fyr­ir­tæki skort­ir mörg sérþekk­ingu til að geta farið í gegn­um þessi flóknu fjár­hags­legu mál­efni með bank­an­um á jafn­ræðis­grund­velli, en sér­fræðiþjón­usta væri dýr. Rétt­lát­ara væri ef banki og fyr­ir­tæki deildu kostnaði við slíka þjón­ustu.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka