Miðast við Moody's

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Hörður Arnarson, forstjóri Landvirkjunar, segir að Evrópski fjárfestingabankinn horfi væntanlega til álits Moody's á lánshæfismati Íslands. Skilmálar um lánshæfismat íslenska ríkisins eru í fjármögnun sem Landsvirkjun samdi um í dag.

„Ef Icesave yrði ekki klárað, væri líklega að lánin yrðu óhagstæðari. Í lánaskilmálum EIB segir að nauðsynlegt sé að lánshæfismat ríkisins haldist ásættanlegt fyrir bankann. Þó svo að þarna sé ekki um beint Icesave-skilyrði að ræða, tel ég að bankinn sé að horfa til þess með setningu þessa skilyrðis,” segir Hörður

Íslenska ríkið hefur þegar fengið ruslflokkseinkunn hjá Fitch Ratings. Hörður segir að EIB sé í þessu tilfelli að horfa til Moody's og Standard & Poor's. Í ljósi þess að Moody's hafi gefið til kynna að verði Icesave-lögin felld í þjóðaratkvæðagreiðslu, muni íslenska ríkið verða sett í ruslflokk, muni Landsvirkjun ekki draga á lánin fyrr en eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna 9. apríl, vegna gjaldfellingarákvæða EIB. Fari svo að EIB kalli lánafyrirgreiðsluna til baka, verði leitað annarra leiða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK