Höft til 2015

ÁrnI Páll Árnason og Már Guðmundsson kynna áætlun um afnám …
ÁrnI Páll Árnason og Már Guðmundsson kynna áætlun um afnám gjaldeyrishafta. mbl.is/Árni Sæberg

Árni Páll Árnason, segir að stefnt sé að því að afnema gjaldeyrishöft árið 2015. Hann mun leggja fram tillögu á Alþingi í næstu viku til þess að fá heimild til að fá að framlengja höftin til 2015.

I áætlun stjórnvalda um afnám hafta verður fyrst lögð áhersla um að losa þann þrýsting sem aflandskrónur setja á íslenskt efnahagslíf. Þetta segir Árni Páll Árnason, viðskiptaráðherra.

Eign erlendra aðila í krónum er að mestu bundin í stuttum ríkisskuldabréfum, segir ráðherrann. „Til að tryggja fjármögnun ríkissjóðs, til að henni sé ekki ógnað, er gert ráð fyrir sérstakri útgáfu ríkisbréfa samhliða áætluninni,“ segir Árni. Hann bætti því að reynt yrði að finna aflandskrónum stað til að taka þátt í fjárfestingu í íslensku atvinnulífi.

Árni segir að mörg lítil skref verði tekin í þeirri aðgerð að losa um aflandskrónunnar. Stjórnvöld muni taka þann tíma sem þurfi til þess verkefnis.

Eftir aflandskrónurnar hafa verið losaðar munu stjórnvöld snúa sér að höftum gagnvart innlendum aðilum. Hins vegar mun árangur í losun aflandskróna ráða því hvenær verði ráðist í þær aðgerðir.

Áætlun um losun gjaldeyrishafta

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK