Lífeyrissjóðurinn Gildi skilaði 1,5% hreinni raunávöxtun á síðasta ári. Þetta er betri niðurstaða en árið 2009 þegar raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 1,5%.
Þessi niðurstaða þýðir að hrein raunávöxtun sjóðsins á síðustu fimm árum er neikvæð um 3,9%, en raunávöxtun síðustu 10 ára er jákvæð um 2,2%.
Ávöxtun innlendra hlutabréfa var 19,9%, en ávöxtun erlendra hlutabréfa var neikvæð um 3,3% í íslenskum krónum. Raunávöxtun skuldabréfa var 3,6%.
47,4% eigna sjóðsins liggja í innlendum ríkistryggðum skuldabréfum og 27,1% eru í erlendum verðbréfum.
Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris var 241 milljarður í árslok og hækkaði um 14 milljarða á árinu. 8,1% vantar upp á sjóðurinn geti staðið við skuldbindingar sínar, en þetta hlutfall var 11,6% fyrir ári síðan.