Björgólfur Thor furðar sig á frétt Telegraph

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson mbl.is/Kristinn

Björgólf­ur Thor Björgólfs­son furðar sig á frétt The Tel­egraph frá því gær á vefsíðu sinni í dag. Í frétt Tel­egraph kom fram að efna­hags­brota­deild bresku lög­regl­unn­ar, Ser­i­ous Fraud Office (SFO), væri að rann­saka starf­semi Lands­bank­ans síðustu dag­ana og vik­urn­ar fyr­ir hrun hans í októ­ber 2008 og að verið sé að rekja fjár­magns­flutn­inga sem tengj­ast Ices­a­ve-reikn­ingn­um.

Björgólf­ur Thor seg­ir að þegar hafi verið gengið úr skugga um að ekk­ert at­huga­svert sé við ráðstöf­un á inn­lán­um bank­ans. Bend­ir hann á að slita­stjórn Lands­bank­ans hafi látið at­huga þetta og að DV hafi fjallað um málið.

„Fjár­mála­eft­ir­lit Breta, FSA, var í nánu sam­bandi við stjórn­end­ur Lands­bank­ans sum­arið 2008 og þar til bank­inn féll um haustið og fylgd­ist náið með rekstri úti­bús bank­ans í London. FSA hefði ekki kom­ist hjá því að koma auga á óeðli­lega fjár­magns­flutn­inga, hefðu þeir átt sér stað. Þá kannaði Rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is aðdrag­anda falls bank­anna í þaula, en í skýrslu henn­ar eru ekki til­greind nein dæmi um ólög­mæta fjár­magns­flutn­inga frá úti­bú­inu í London eða dótt­ur­fé­lagi Lands­bank­ans í Bretlandi, Her­ita­ble Bank. Í frétt á Vísi.is í dag kem­ur jafn­framt fram, að milli­færsl­ur af Ices­a­ve-reikn­ing­un­um hafi ekki verið sjálf­stætt rann­sókn­ar­efni hjá embætti sér­staks sak­sókn­ara hér á landi,“ skrif­ar Björgólf­ur á síðu sína.

Grein Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK