Walker bíður átekta

Iceland Food
Iceland Food Af vef Iceland Food

Malcolm Walker, starfandi stjórnarformaður matvörukeðjunnar Iceland, stefnir enn að því að eignast ráðandi hlut í fyrirtækinu, sem er í meirihlutaeigu skilanefndar Landsbankans. Í viðtali við fréttavefinn thisismoney.co.uk segist hann rólegur vegna málsins vegna klásúlu í samningi sínum við félagið.

Walker leggur á næstu dögum upp í ævintýraferð á tind Everest. Hann hefur greinilega undirbúið þessa tveggja mánaða ferð vel, því til stendur að taka tvo kassa af víni og tvö tonn af mat með. Þá verður kokkur hafður meðferðis.

Sú umræða hefur reglulega komið upp í breskum fjölmiðlum að sala á hlut skilanefndar Landsbankans í Iceland standi fyrir dyrum, en því neitað jafn harðan af skilanefndinni.

Walker er sagður hafa klásúlu í samningi sem hann gerði við félagið árið 2005, en samkvæmt henni býðst honum að jafna hvert það boð sem gert er áður en því er tekið. Hann geti því andað rólega þó hann hverfi úr hringiðunni í tvo mánuði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK