Walker bíður átekta

Iceland Food
Iceland Food Af vef Iceland Food

Malcolm Wal­ker, starf­andi stjórn­ar­formaður mat­vöru­keðjunn­ar Ice­land, stefn­ir enn að því að eign­ast ráðandi hlut í fyr­ir­tæk­inu, sem er í meiri­hluta­eigu skila­nefnd­ar Lands­bank­ans. Í viðtali við frétta­vef­inn this­is­mo­ney.co.uk seg­ist hann ró­leg­ur vegna máls­ins vegna klásúlu í samn­ingi sín­um við fé­lagið.

Wal­ker legg­ur á næstu dög­um upp í æv­in­týra­ferð á tind Ev­erest. Hann hef­ur greini­lega und­ir­búið þessa tveggja mánaða ferð vel, því til stend­ur að taka tvo kassa af víni og tvö tonn af mat með. Þá verður kokk­ur hafður meðferðis.

Sú umræða hef­ur reglu­lega komið upp í bresk­um fjöl­miðlum að sala á hlut skila­nefnd­ar Lands­bank­ans í Ice­land standi fyr­ir dyr­um, en því neitað jafn harðan af skila­nefnd­inni.

Wal­ker er sagður hafa klásúlu í samn­ingi sem hann gerði við fé­lagið árið 2005, en sam­kvæmt henni býðst hon­um að jafna hvert það boð sem gert er áður en því er tekið. Hann geti því andað ró­lega þó hann hverfi úr hringiðunni í tvo mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK