Áætlun um afnám hafta getur dregið úr framleiðni

MP Banki
MP Banki

Greiningardeild MP Banka segir áætlun Seðlabankans um afnám gjaldeyrishafta fylgi áhætta sem kann að draga úr framleiðni í hagkerfinu til lengri tíma og rýri lífskjör frá því sem ella hefði orðið.

Sérfræðingar MP telja að áætlunin einkennist af ótta við eðlilega verðmyndun á krónunni og á skuldum ríkissjóðs. Í stað þess að láta verð þessara vara ráðast á markaði er stefnt að því að þvinga fram eftirspurn eftir ríkisskuldabréfum í þeim tilgangi að halda vöxtum lægri en ella og þvinga fram eftirspurn eftir krónum til þess að halda genginu sterkara en ella.

Þrátt fyrir þetta telur greiningardeildin það fagnaðarefni að áætlunin sé komin fram og segir hana raunhæfa og það ætti að geta gengið hratt fyrir sig að hrinda henni í framkvæmd.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK