Bretar og Hollendingar græða milljarða á vaxtamun

Tekist hefur verið á um Icesave málið í langan tíma …
Tekist hefur verið á um Icesave málið í langan tíma og hefur samningum nú tvisvar verið vísað til þjóðaratkvæðagreiðslu af forseta Íslands.

Bretar og Hollendingar hafa nú þegar hagnast um rúma tuttugu milljarða króna á Icesave-samkomulaginu, að því gefnu að það verði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu og verði að lögum.

Kemur þetta fram í útreikningum sem unnir voru á vegum Advice-hópsins, sem berst gegn samþykkt Icesave-samningsins og fjallað er um í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að hafi Bretar og Hollendingar fjármagnað sinn kostnað með útgáfu ríkisvíxla hafi vaxtakostnaður þeirra frá október 2008 numið um 10,8 milljörðum. Áfallinn vaxtakostnaður Tryggingarsjóðs innstæðueigenda, og þar með íslenska ríkisins, á sama tíma nemur hins vegar um 31,6 milljörðum króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka